Sjúkrasögur

Eyjaástir
Eyjaástir

Eyjaástir

Published September 2017
Vörunúmer 354
Höfundur Scarlet Wilson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Sjáðu, mamma, þetta er eyjan okkar!
Isla hoppaði upp og niður og benti í gegnum rimlana á skipinu. Gemma setti töskurnar niður við fætur sína og hvíldi olnbogana á handriðinu. –Já, sagði hún lágt, –þetta er hún.
Skipið skalf lítillega þegar það hreyfðist burt frá höfninni í Ardrossan og út í Clyde-fjörðinn. Arran virtist svo nálæg að henni fannst hún næstum geta teygt sig til að snerta hana. En það hafði eyjan einnig virst vera allan tímann sem þær höfðu ekið meðfram ströndinni í Ayrshire.
Henni var hálfómótt...en ekki vegna öldugangsins. Hún lagði höndina á öxl Islu og horfði á rauðar krullurnar, einu varanlegu
áminninguna um föður hennar. Þetta yrði betra. Það yrði öruggara fyrir þær báðar.
Tækifæri til nýs upphafs. Tækifæri til að slaka á.
Tækifæri til að kynnast nýju fólk sem vissi ekkert um fortíð hennar og myndu ekki dæma hana. Glasgow og nágrenni þess
hafði verið of lítið. Hvert sem hún hafði farið hafði einhver þekkt Patrick eða Lesley, hafði farið í læknanám með þeim eða þekkti nágranna. Listinn var ótæmandi.
Það var slúðrið líka. Vonda staðgöngumóðirin. Konan sem hafði komist í fréttirnar fyrir að „stela“ barni. Ekki beinlínis satt, en nógu satt til þess að hafa valdið henni miklum sársauka, dómsmáli og rænt hana svefni.
En núna var þessu loksins lokið. Hún gat loksins haldið lífinu áfram. Isla var orðin hennar samkvæmt lögum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is