Sjúkrasögur

Jólaljósin
Jólaljósin

Jólaljósin

Published Janúar 2018
Vörunúmer 358
Höfundur Louisa Heaton
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Sydney Harper staðfesti upplýsingarnar um sig á snertiskjánum við dyr læknastofunnar og gekk inn á biðstofuna.
Hún var full. Næstum troðfull. Ellefu stólar af tólf voru uppteknir og hún kannaðist við öll andlitin. Þetta fólk sá hún
á hverjum degi í þorpinu. Nokkrir höfðu komið til hennar á dýralæknastofuna sem hún rak. Voru þau öll á undan henni?
Þurfti hún að bíða fram að hádegi til að hitta Preston lækni?
Hún var sjálf með sjúklinga sem biðu, enda var þetta annasamur árstími. Það voru að koma jól. Sjálfsagt vildu allir hitta lækninn sinn áður en hátíðahöldin byrjuðu.
Hún stundi þungan, arkaði inn og leitaði í töskunni sinni að bókinni sem hún hafði ævinlega meðferðis þegar svona
stóð á.
Hún settist á auða stólinn, opnaði bókina og stakk bókamerkinu milli fingra sér. Hún reyndi að einbeita sér að orðunum á síðunni, en hún var þreytt í augunum og las sömu málsgreinina æ ofan í æ. Orðin neituðu að síast inn í höfuðið á henni og fá merkingu.
Þetta var engin ný bóla. Á hverju ári þegar dagsetningin nálgaðist gerði líkami hennar uppreisn og hún gat ekki sofið.
Dagsetningin myndi vofa yfir henni um alla framtíð ásamt óttanum við að þurfa að komast í gegnum jólin enn á ný,
endurupplifa liðna atburði og finnast þeir hafa gerst í gær.
Áfallið. Hræðsluna. Samviskubitið.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is