Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Veikar varnir
Lýsing
Cordelia Greenway hallaði sér aftur í stólinn og reyndi að hunsa öran hjartsláttinn og svimann sem helltist yfir hana. Hún andaði djúpt og tók um hálsinn á sér, nuddaði hann létt og lokaði augunum um leið og hún beið eftir því að hreyfingin hefði áhrif.
Svitinn var farinn að leka á milli herðablaða hennar, sem var annað einkenni. Allt í kringum hana var fólk að spjalla saman;
enginn virtist hafa tekið eftir þessu litla „kasti“. Það var alveg eins og hún vildi hafa það. Hún þoldi ekki vesen. Hún þoldi ekki þegar athyglin beindist að henni.
Svo að hún var áfram þögul, nuddaði hálsinn áfram létt og reyndi að róa hjartsláttinn. Líklega hefði hún átt að líta á úrið til
að tímasetja þetta... en hún var svo vön að þurfa að takast á við þetta, svo vön að fela það að henni hafði ekki einu sinni dottið það í hug fyrr en núna. Hún hafði bara farið í sjálfvarnarham.
Með hinni höndinni lyfti hún upp hárinu í hnakkanum, þar sem það límdist við hálsinn. Úff. En þetta var loksins farið að
virka. Hún gat næstum því heyrt hvernig hægja tók á hjartslættinum. Guði sé lof. Nokkrum mínútum síðar dró hún djúpt að sér andann og hallaði höfðinu andartak fram á kalt skrifborðið. Þetta var betra.
Hún tosaði í bolinn sinn, svo að loft kæmist undir hann. Það fyrsta sem hún ætlaði að gera þegar hún kæmi aftur heim var að stíga undir sturtuna.
Hún heyrði hávaða til vinstra handar. Hún leit upp yfir skilrúmið. Nokkrir aðrir rannsakendur hermdu eftir henni, svo að þau litu út eins og fjölskylda af jarðköttum.
Helier prófessor gekk um gólf með símann sinn. Hljóðið hafði komið frá skrifstofu hans. Rödd hans var skræk. Hún hikaði ekki
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók