Fimm góðir dagar í viðbót. Þegar hún renndi yfir alla hina punktana sem voru fimm og fimm saman í dagbókinni hennar, reyndust þeir vera þrjú hundruð og tíu. Þrjú hundruð og tíu góðir dagar. Dagar lausir við skugga. Dagar lausir við myrkrið sem leyndist innra með henni.
Hún hunsaði hann því hún vildi ekki þurfa að útskýra fyrir honum að henni seinkaði vegna þess að það tafðist að fá útkomuna úr segulómuninni. Einkamál hennar komu honum ekkert við. Hún lét sem hún sæi ekki hvernig hann starði á hana og virti fyrir sér lista sjúklinganna sem skrifuð voru á stóra, hvíta töflu. –Ég sé að við erum með fullt hús.
Danica Fielding kom sér vel fyrir í hvíta ruggustólnum á veröndinni og breiddi þykkt bútasaum steppið yfir sig. Hún þurfti í rauninni ekki á teppi að halda, þar sem það var óvenju hlýtt miðað við árstíma, en Danicu fannst notalegt að vefja teppinu um sig. Hlý aprílgolan gældi við vanga hennar og henni leið vel.
Megan var ekki ánægð. Alls ekki. Hún lokaði augunum. Fór með bæn í hljóði og dró andann þrisvar djúpt að sér. Inn og út. Anda. Slaka á. Allt yrði í lagi. Hún var fullorðin kona. Hún var snillingur, reyndar, en því miður náði snilligáfa hennar ekki yfir gamall, óáreiðanlega bíla sem biluðu svo oft að það var ekki fyndið. Ekki lengur! Hún ákvað að líta á þetta eins og þegar sjúklingur skynjaði skap hennar og varð því indæl og róleg þegar hún opnaði augun og sneri lyklinum einu sinni enn
Gideon var algerlega úrvinda og hefði átt að vera farinn í rúmið fyrir mörgum tímum síðan, en óttinn sem nagaði hann kom í veg fyrir að hann gæti lokað augunum. Hann vissi að það var órökrétt en einhvern veginn hafði hann sannfært sjálfan sig um að ef hann horfði ekki stanslaust á litlu krílin tvö þá myndi annað þeirra, ef ekki bæði, hætta að anda.