Kaupa hljóð- og rafbækur - leiðbeiningar

Ný og endurbætt vefverslun er nú komin í gagnið. Í nýju vefversluninni er hægt að kaupa margar bækur í einu. Allir sem kaupa bók fá nú sitt svæði þar sem haldið er utan um það sem þeir hafa verslað. Slóðir í bækurnar fáið þið strax eftir kaup en auk þess vistast þær á ykkar svæðum. Hlekkirnir eru einungis virkir ef þið eruð innskráð á vefinn. Innskráning er efst á vefnum við hliðina á körfunni.

Þegar búið er að setja þær bækur í körfu sem á að versla er hægt að smella á körfuna og velja "Greiða". Þarna er hægt að skrá sig inn eða nýskrá sig ef maður hefur aldrei keypt áður. Þetta er gert til að auka þjónustuna og geta boðið upp á að geyma keyptar bækur á innskráningarsvæði ykkar.

Þegar þú hefur lokið við að skrá þig inn ferð þú á síðu Borgunar og gengur þar frá greiðslu á öruggu vefsvæði.


  
    

 

 

 

 

 

 

 


Þegar greiðslan hefur farið í gegn þá færist þú aftur yfir á vef Rauðu Seríunnar og færð skilaboð með hlekk í þær bækur sem verið var að kaupa.
Ef endurvísun á vef Rauðu Seríunnar virkar einhverja hlutavegna ekki sem skildi þá er alltaf hægt að nálgast bækurnar á "Mínar síður" undir "pantanir", Þar þarf að smella á pöntunarnúmerið og er þá hægt að hlaða niður bókum sem voru keyptar.

Þú vistar bókina niður í tölvuna þína og opnar í þeim lesara sem hentar þér best, það er stillingar atriði í vöfrum hvar hann vistar bókina eftir að henni er halað niður. Allar bækur eru á pdf sniði.

Ef um hljóðbók er að ræða þá:
a) Klikkar á "extract".
b) Velur hvar þú vilt afpakka skránni (ágætt að velja bara Desktop) og klikka síðan á "extract".
c) Nú ertu búin/n að afpakka skránni og getur farið að hlusta á hljóðbókina
    Hún er á staðnum sem þú vistaðir hana í skrefinu á undan.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is