Flýtilyklar
Brauðmolar
Hljóðbækur
-
Öryggisgæslan-hljóðbók
Gwen Kind beygði sig til að teygja á hásinunum og ná andanum við hliðina á fjölfarnasta hlaupastígnum í New Plymouth, Kentucky. Hún hafði verið að vonast til að geta hrist af sér ónotatilfinninguna um að einhver væri að fylgjast með henni áður en hún færi heim í sturtu en það tókst greinilega ekki. Hún rétti úr sér og sneri upp á sig, dró að sér svalt haustloftið og horfði á litlu skýin, sem andardráttur hennar myndaði, svífa burtu. Októbermánuður var fallegur í haustlitunum í New Plymouth. Þeir sem voru á ferli voru vel klæddir í svalanum, í skærlitum jökkum og með húfur. Mikið notaður stígurinn lá inn á milli vel snyrtra trjáa og umhverfis vatn sem var alltaf þéttsetið af gæsum. Metro-garðurinn var aldrei mannlaus og þess vegna fór Gwen þangað til að hlaupa. Hún kunni betur að meta morgunhlaupin á fáfarnari hlaupa- og hjólastíg sem hún var vön að heimsækja áður en hún fór í vinnuna en undanfarið hafði henni liðið ónotalega þegar hún var ein á ferð. Síðast hafði hún næstum hlaupið beint í bílinn því henni fannst eins og hún væri ekki einsömul þó að hún sæi ekkert annað en íkorna og fuglahópa hér og þar. Innsæið sagði henni að breyta rútínunni sinni og reynslan samþykkti það. Það voru ekki liðin nema 6 ár síðan hún varð fyrir fólskulegri árás í þemaviku háskólans. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum eitt kvöldið. Henni var nauðgað, hún var barin og stungin og skilin eftir meðvitundarlaus. Hún andvarpaði og dró bíllykilinn upp úr vasanum. Hún saknaði hlaupa- og hjólastígsins en hún myndi lifa þetta af. Hún hafði hætt ýmsu sem skipti hana meira máli, allt fyrir öryggið. Uppáhaldsstaðurinn til að hlaupa á taldist engin fórn í samanburðinum þó að Metro-garðurinn væri yfirfullur og martraðarkenndur.
Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!
Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK500 kr. -
Nágrannar-hljóðbók
–Svona, hvað er að þessum? Mér sýnist þetta vera afskaplega fínn runni. Gabe Bishop, sem var fyrrverandi liðþjálfi í landgönguliðinu, stundi þegar hann horfði á röð af vorgullsrunnum sem virtist hreinlega vera endalaus. Skærgul blómin mynduðu náttúrulega girðingu á milli grasflatar nágrannans og brotnu, steyptu gangstéttarinnar þar sem hann stóð. –Veldu bara einn, hvern sem er, sagði hann og nuddaði á sér broddótta hökuna. –Gerðu það. Radar sló á frest leit sinni að hinum fullkomna stað til að kasta af sér vatni og horfði á Gabe eins og mennski félaginn hans ætti að vera farinn að skilja verklagsreglurnar fyrir löngu. –Ég ætti að vera að þjálfa þig, sagði Gabe og geispaði. –Ekki öfugt. Hann átt enn eftir að bera inn alla kassana úr skottinu á jeppanum sínum. En það sem hann þráði mest var langt, heitt steypibað eftir að hafa verið á ferðinni í næstum tuttugu tíma og gengið fyrir kaffi í vegasjoppum og stuttum lúr á áningarstað. Dýrið hóf að rannsakan runnana á ný og Gabe dæsti á ný. –Hundarnir í landgönguliðinu hlýða skipunum, skal ég segja þér. Radar ýlfraði af vanþóknun og Gabe iðraðist orða sinna. Þó að hundurinn líktist belgísku fjárhundunum sem herinn notaði gjarnan hafði hann í rauninni bara verið búðablendingurinn og eins konar lukkudýr. Þrátt fyrir kringumstæðurnar taldi Gabe framlag Radars ekki síður mikilvægt en hundanna sem þefuðu uppi sprengiefni.
Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!
Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK500 kr. -
Liðsforinginn-hljóðbók
Desmond Gallagher, sem ævinlega var kallaður Des, stundi þungan þegar hann starði á litríku glerbútana sem lágu á vinnuborðinu hans. Þriðja daginn í röð var hann kominn út í rúmgóðu hlöðuna sína, sem nú þjónaði hlutverki verkstæðis en hafði áður verið skrifstofa, og gerði ekki annað en að sitja og stara. Rispurnar og rákirnar á borðplötunni sýndu svo ekki varð um villst að þarna fór ýmiss konar vinna fram. Bara ekki þennan dag. Og heldur ekki daginn áður. Hann neri á sér skeggbroddana. Yfirleitt dugðu glerbrotin á borðinu til þess að hann fengi hugmynd, jafnvel þótt hann hefði ekki neina sérstaka hönnun í huga. Verkefni dagsins var ófullgerð, steind rúða sem hægt væri að setja í gluggaop eða ramma inn og hengja upp eins og málverk. Rúðurnar voru ávallt vinsælar, en það sem hafði mest gaman af þessa dagana var að vinna verk úr brotnu gleri. Hann mölvaði glerið sjálfur og naut þess síðan að raða brotunum saman og búa til eitthvað nýtt og betra úr þeim. Þó að hann hefði leikið sér að því að búa til smáhluti úr blásnu gleri lét hann stærri verk eiga sig, enda þurfti fleiri en einn til þess að skapa þau. Það stíflaði sköpunargleði hans að þurfa að hugsa um verkefni. Bestu verkin urðu til þegar heilinn sendi fingrunum milliliðalaus skilaboð og hann raðaði brotunum saman án þess að hugsa sérstaklega um útkomuna. Það var í rauninni fáránlegt, en með þessu móti hafði hann getað séð fyrir sér alllengi. Hann var ekki auðugur en átti fyrir salti í grautinn og tekjurnar komu sér vel til viðbótar við örorkubæturnar frá hernum
Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!
Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK500 kr. -
Hamingjuslóð-hljóðbók
Heyrðu, hvað með nýja náungann frá… –Nei. Ellie Harding var að skera köku í ferninga en gerði hlé á verki sínu til að hvessa augun á vinkonu sína fyrir tilraunir hennar á sviði hjúskaparmiðlunar. Meg McBride Cooper stóð hinum megin við rétthyrnda borðið og hélt á hvítum eftirréttadiskum. Ellie og Meg voru við sjálfboðastörf á hádegisverðinum sem boðið var upp á vikulega í kjallara hvítu kirkjunnar við bæjartorgið á Lómavatni í Vermont-ríki. Þeir sem gátu greitt fyrir matinn gerðu það, en fyrir hina var hann ókeypis. –Ég þarf ekki hjálp við að finna mér karlmann og kæri mig heldur ekki um hana, sagði Ellie. Miðað við það sem hún hafði þolað sín tuttugu og sjö ár var ekkert mál fyrir hana að fara ein í brúðkaupsveislu. Héldu vinkonur hennar að hún gæti ekki fundið sér herra ein og óstudd? Upp rifjuðust minningar um það hvernig stundum hafði verið komið fram við hana eftir að hún greindist með krabbameinið. Hún vissi að vinkonurnar vorkenndu henni ekki, en á barnsaldri hafði fólk vorkennt henni, ýmist beinlínis eða á bak við tjöldin, og þess vegna var hún viðkvæmari fyrir slíku á fullorðinsárunum. Ellie bægði minningunum frá sér og hélt áfram að skera súkkulaðikökuna. Strákar hringdu í hana. Já, þeir voru alltaf að hringja. Þeir hringdu þegar þá vantaði keilufélaga eða mann í hafnaboltaliðið. Einn hringdi meira að segja fyrir mánuði og spurði hvort hún væri með símanúmerið hjá nýja geislafræðingnum
Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!
Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK500 kr. -
Óvænt kynni-hljóðbók
–Ef þú ætlar að jagast í mér verðurðu að giftast mér. Brody Wilson, fyrrverandi liðþjálfi í hernum, stundi þreytulega og hallaði sér fram á gljáandi viðarborðið við afgreiðslukassann í krambúðinni við Lómavatn. Hinum megin við borðið otaði hin rúmlega sjötuga Octavia Whatley, sem jafnan var kölluð Tavie, gigtveikum fingri að honum. –Guð er til vitnis um það að þú stóðst nákvæmlega á þessum stað, Brody Wilson, og sórst og sárt við lagðir að þú værir hættur að brúka þessa líkkistunagla. –Ég var hættur því, sagði Brody og dæsti. –Og mun gera það aftur. Hann hristi höfuðið. Íbúar Lómavatns voru vissulega sérvitrir, en þeir voru líka gott fólk og umhyggjusamt. Hann naut þess að búa í þessu sérkennilega samfélagi í Vermontríki. En stundum… Allt benti til þess að þetta yrði einn af þessum „stundum“ dögum. Ef hann byggi í borg væri hann óþekktur og öllum væri sama þótt hann reykti sig í hel. En því miður hafði konan lög að mæla. Ef hann kveikti sér í sígarettu núna væri hann að rjúfa þrjátíu og tveggja mánaða reykbindindi. Maí var erfiður mánuður fyrir hann, en sígarettur myndu ekki breyta því liðna og aðeins flækja framtíðina. Já, það var heimskuleg hugdetta að fara að reykja. Engu að síður hvessti hann augun á Tavie eins og henni hefði orðið á í messunni. Tavie hnussaði. –Og láttu ekki eins og þú getir brosað framan í smástelpurnar í matvörubúðinni og fengið þær til að selja þér tóbak. Ég þekki mömmur þeirra
Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!
Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK500 kr. -
Dóttir Landgönguliðans - Hljóðbók
Sannleikurinn gat verið óþægilegur, en hann ætlaði ekki að gera læknunum það til geðs að leyfa þeim að hafa rétt fyrir sér. Riley Cooper skellti hurðinni á pallbílnum sínum og liðkaði öxlina. Langur akstur án sterkari lyfja en íbúprófens hafði ekki haft góð áhrif. Læknirinn hafði látið hann fá lyfseðil fyrir sterkari verkjatöflum, en þær sljóvguðu hann. Og hann áleit að með því að taka inn lyfin væri hann að finna sér auðvelda undankomuleið. Félagar hans höfðu kvalist mjög áður en þeir dóu og fjölskyldur þeirra þjáðust enn. Á herspítalanum hafði verið potað í hann og stungið og fagmennirnir komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakbitinn vegna þess að hann hafði komist lífs af en ekki þeir. Hann hafði gníst tönnum. Vildu þeir fá sektarkennd? Hann þjáðist svo sannarlega af henni, enda dvaldist hann í kyrrlátum fjöllunum í Vermont í stað þess að fara fyrir mönnum sínum í Afganistan. Geðlæknirinn hafði sagt: Þú verður að gefa þér tíma til að græða líkamann og hreinsa höfuðið áður en ég get mælt með því að þú verðir sendur á átakasvæði. Taktu þér þrjátíu daga, liðþjálfi, og þá kannski íhuga ég að gera þig virkan á ný. Riley kreppti hnefann utan um lykilinn þegar orð læknisins ómuðu í höfði hans eins og ryk frá þyrluspöðum. Öxlin var að lagast og að undanskildum sóni í eyrunum annað slagið hafði hann það gott. Ári gott. Hann þurfti að komast aftur til manna sinna í Afganistan en ekki að hanga úti á víðavangi og missa vitið. Hann var ekki sjálfum sér líkur í þessum friðsæla bæ, en á orrustuvellinum hafði
Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!
Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK500 kr.