Hljóðbækur

Hamingjuslóð-hljóðbók
Hamingjuslóð-hljóðbók

Hamingjuslóð-hljóðbók

Vörunúmer 3 af 5
Verð á hljódbókmeð VSK
500 kr.

Lýsing

Heyrðu, hvað með nýja náungann frá… –Nei. Ellie Harding var að skera köku í ferninga en gerði hlé á verki sínu til að hvessa augun á vinkonu sína fyrir tilraunir hennar á sviði hjúskaparmiðlunar. Meg McBride Cooper stóð hinum megin við rétthyrnda borðið og hélt á hvítum eftirréttadiskum. Ellie og Meg voru við sjálfboðastörf á hádegisverðinum sem boðið var upp á vikulega í kjallara hvítu kirkjunnar við bæjartorgið á Lómavatni í Vermont-ríki. Þeir sem gátu greitt fyrir matinn gerðu það, en fyrir hina var hann ókeypis. –Ég þarf ekki hjálp við að finna mér karlmann og kæri mig heldur ekki um hana, sagði Ellie. Miðað við það sem hún hafði þolað sín tuttugu og sjö ár var ekkert mál fyrir hana að fara ein í brúðkaupsveislu. Héldu vinkonur hennar að hún gæti ekki fundið sér herra ein og óstudd? Upp rifjuðust minningar um það hvernig stundum hafði verið komið fram við hana eftir að hún greindist með krabbameinið. Hún vissi að vinkonurnar vorkenndu henni ekki, en á barnsaldri hafði fólk vorkennt henni, ýmist beinlínis eða á bak við tjöldin, og þess vegna var hún viðkvæmari fyrir slíku á fullorðinsárunum. Ellie bægði minningunum frá sér og hélt áfram að skera súkkulaðikökuna. Strákar hringdu í hana. Já, þeir voru alltaf að hringja. Þeir hringdu þegar þá vantaði keilufélaga eða mann í hafnaboltaliðið. Einn hringdi meira að segja fyrir mánuði og spurði hvort hún væri með símanúmerið hjá nýja geislafræðingnum

Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!

Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is