Hljóðbækur

Liðsforinginn-hljóðbók
Liðsforinginn-hljóðbók

Liðsforinginn-hljóðbók

Vörunúmer 4 af 5
Verð á hljódbókmeð VSK
500 kr.

Lýsing

Desmond Gallagher, sem ævinlega var kallaður Des, stundi þungan þegar hann starði á litríku glerbútana sem lágu á vinnuborðinu hans. Þriðja daginn í röð var hann kominn út í rúmgóðu hlöðuna sína, sem nú þjónaði hlutverki verkstæðis en hafði áður verið skrifstofa, og gerði ekki annað en að sitja og stara. Rispurnar og rákirnar á borðplötunni sýndu svo ekki varð um villst að þarna fór ýmiss konar vinna fram. Bara ekki þennan dag. Og heldur ekki daginn áður. Hann neri á sér skeggbroddana. Yfirleitt dugðu glerbrotin á borðinu til þess að hann fengi hugmynd, jafnvel þótt hann hefði ekki neina sérstaka hönnun í huga. Verkefni dagsins var ófullgerð, steind rúða sem hægt væri að setja í gluggaop eða ramma inn og hengja upp eins og málverk. Rúðurnar voru ávallt vinsælar, en það sem hafði mest gaman af þessa dagana var að vinna verk úr brotnu gleri. Hann mölvaði glerið sjálfur og naut þess síðan að raða brotunum saman og búa til eitthvað nýtt og betra úr þeim. Þó að hann hefði leikið sér að því að búa til smáhluti úr blásnu gleri lét hann stærri verk eiga sig, enda þurfti fleiri en einn til þess að skapa þau. Það stíflaði sköpunargleði hans að þurfa að hugsa um verkefni. Bestu verkin urðu til þegar heilinn sendi fingrunum milliliðalaus skilaboð og hann raðaði brotunum saman án þess að hugsa sérstaklega um útkomuna. Það var í rauninni fáránlegt, en með þessu móti hafði hann getað séð fyrir sér alllengi. Hann var ekki auðugur en átti fyrir salti í grautinn og tekjurnar komu sér vel til viðbótar við örorkubæturnar frá hernum

Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!

Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is