Hljóðbækur

Óvænt kynni-hljóðbók
Óvænt kynni-hljóðbók

Óvænt kynni-hljóðbók

Vörunúmer 2 af 5
Verð á hljódbókmeð VSK
500 kr.

Lýsing

–Ef þú ætlar að jagast í mér verðurðu að giftast mér. Brody Wilson, fyrrverandi liðþjálfi í hernum, stundi þreytulega og hallaði sér fram á gljáandi viðarborðið við afgreiðslukassann í krambúðinni við Lómavatn. Hinum megin við borðið otaði hin rúmlega sjötuga Octavia Whatley, sem jafnan var kölluð Tavie, gigtveikum fingri að honum. –Guð er til vitnis um það að þú stóðst nákvæmlega á þessum stað, Brody Wilson, og sórst og sárt við lagðir að þú værir hættur að brúka þessa líkkistunagla. –Ég var hættur því, sagði Brody og dæsti. –Og mun gera það aftur. Hann hristi höfuðið. Íbúar Lómavatns voru vissulega sérvitrir, en þeir voru líka gott fólk og umhyggjusamt. Hann naut þess að búa í þessu sérkennilega samfélagi í Vermontríki. En stundum… Allt benti til þess að þetta yrði einn af þessum „stundum“ dögum. Ef hann byggi í borg væri hann óþekktur og öllum væri sama þótt hann reykti sig í hel. En því miður hafði konan lög að mæla. Ef hann kveikti sér í sígarettu núna væri hann að rjúfa þrjátíu og tveggja mánaða reykbindindi. Maí var erfiður mánuður fyrir hann, en sígarettur myndu ekki breyta því liðna og aðeins flækja framtíðina. Já, það var heimskuleg hugdetta að fara að reykja. Engu að síður hvessti hann augun á Tavie eins og henni hefði orðið á í messunni. Tavie hnussaði. –Og láttu ekki eins og þú getir brosað framan í smástelpurnar í matvörubúðinni og fengið þær til að selja þér tóbak. Ég þekki mömmur þeirra

Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!

Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is