Hljóðbækur

Dóttir Landgönguliðans - Hljóðbók
Dóttir Landgönguliðans - Hljóðbók

Dóttir Landgönguliðans - Hljóðbók

Vörunúmer 1 af 5
Höfundur Carrie Nichols
Verð á hljódbókmeð VSK
500 kr.

Lýsing

Sannleikurinn gat verið óþægilegur, en hann ætlaði ekki að gera læknunum það til geðs að leyfa þeim að hafa rétt fyrir sér. Riley Cooper skellti hurðinni á pallbílnum sínum og liðkaði öxlina. Langur akstur án sterkari lyfja en íbúprófens hafði ekki haft góð áhrif. Læknirinn hafði látið hann fá lyfseðil fyrir sterkari verkjatöflum, en þær sljóvguðu hann. Og hann áleit að með því að taka inn lyfin væri hann að finna sér auðvelda undankomuleið. Félagar hans höfðu kvalist mjög áður en þeir dóu og fjölskyldur þeirra þjáðust enn. Á herspítalanum hafði verið potað í hann og stungið og fagmennirnir komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakbitinn vegna þess að hann hafði komist lífs af en ekki þeir. Hann hafði gníst tönnum. Vildu þeir fá sektarkennd? Hann þjáðist svo sannarlega af henni, enda dvaldist hann í kyrrlátum fjöllunum í Vermont í stað þess að fara fyrir mönnum sínum í Afganistan. Geðlæknirinn hafði sagt: Þú verður að gefa þér tíma til að græða líkamann og hreinsa höfuðið áður en ég get mælt með því að þú verðir sendur á átakasvæði. Taktu þér þrjátíu daga, liðþjálfi, og þá kannski íhuga ég að gera þig virkan á ný. Riley kreppti hnefann utan um lykilinn þegar orð læknisins ómuðu í höfði hans eins og ryk frá þyrluspöðum. Öxlin var að lagast og að undanskildum sóni í eyrunum annað slagið hafði hann það gott. Ári gott. Hann þurfti að komast aftur til manna sinna í Afganistan en ekki að hanga úti á víðavangi og missa vitið. Hann var ekki sjálfum sér líkur í þessum friðsæla bæ, en á orrustuvellinum hafði

Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!

Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is