Hvað í ósköpunum var að gerast hérna? Þegar dr. Kate Graham steig út úr lyftunni starði hún á gólfdúk sjúkrahúsgangsins. Ljós dúkurinn var með... dekkjaförum?Afar skrýtið.Það voru svo sem mörg tæki sjúkrahússins á hjólum, sérstaklega þau þyngri, en þessi dekkjaför bentu til þess að þau væru eftir farartæki sem þyrfti veg til að komast á milli staða.
Tíminn stóð kyrr. Þennan frasa hafði Rick Wilson aldrei skilið áður. En núna gerði hann það.Þetta var eins og atriði í kvikmynd þar sem tökuvélinni er snúið í heilan hring, þar sem eitthvað er frosið en allt annað heldur áfram í kringum það. Hann var hluti af atriðinu en allt í einu skipti engu máli hvar hann var og af hverju.Það var merkilegt að enginn hafði tekið eftir þessu. Eða hvað? Það eina sem hafði í raun og veru stansað var í huga hans.
Mennirnir þrír stóðu þétt saman. Háir. Dökkir. Hljóðir. Þeir voru klæddir í svart leður og héldu á mótorhjólahjálmum. Í hinni hendinni héldu allir á ískaldri bjórflösku. Þeir hreyfðu sig sem einn, lyftu flöskunum og létu þær snertast svo það glamraði í glerinu. Raddir þeirra voru alvarlegar. –Fyrir Matt, sögðu þeir bara. Þeir drukku. Fengu sér stóran sopa af gylltum drykknum.