Addison leit á bensínmælinn og reiknaði hratt út hve langt hún kæmist frá þeim sem voru að elta hana. Glænýi BMW-inn hennar hefði komið sér vel núna en þess í stað var hún á gömlum Land Rover sem hún kunni lítið á. Var ekki stærðfræði til þess? Þessu skyldi hún muna eftir næst þegar sonur hennar kvartaði yfir heimalærdómnum. –Mamma, hvað er langt eftir? Hún þekkti þennan raddblæ. Hann var við það að kvarta en ekki yfir stærðfræði. Hún leit í baksýnisspegilinn og brosti til sonar síns. Hárið á honum ljómaði þar sem sólin skein á það en svipurinn gaf til kynna að stutt væri í uppreisn. Hún skildi það vel. Þau höfðu verið á ferðinni í tvo daga og áttu annan dag eftir. Eða meira. –Við stönsum eftir svona hálftíma. –Ég þarf að pissa núna. –Þú verður að halda í þér í nokkrar mínútur. –Hálftími er þrjátíu mínútur. Nokkrar mínútur eru bara svona þrjár. Addison varð ekki stolt sem móðir við að heyra
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
–Stuttbuxur eru fyrir börn og íþróttamenn. Ætlarðu að kippa mér út úr verkefninu ef ég fer ekki í þær? Thomas lokaði brúnu möppunni þar sem verkefni Wills var útlistað. Hugsanlegt verkefni. En verra gat það verið, hugsaði Thomas með sér. Þeir gætu verið að þrátta um þetta í viðurvist annarra en ekki inni á skrifstofunni hans. Hann vissi ekki hvort Will var alvara eða ekki. Óvissan og óróleikinn settu viðvörunarbjöllur í gang í huga hans. Stuttbuxurnar voru greinilega mikið mál en hann afréð að spyrja ekki hvers vegna. Í áranna rás hafði Thomas unnið með fjölda manna og kvenna sem gerðu ótrúlega hluti á vettvangi og fólk sem studdi þau úr höfuðstöðvunum. Lánið gat ekki leikið við hann að eilífu varðandi ráðningar. Það var líklega kominn tími til að setjast í helgan stein og láta einkalífið ganga fyrir vandamálum þjóðarinnar. En þjóðin þarfnaðist hans og hafði farið fram á sérþekkingu hans einu sinni enn. Ef hann setti saman rétta hópinn gæti hann kvatt starfið sáttur og sæll. –Ég hef skipt um skoðun, Will. Þú ert ekki rétti maðurinn í þetta starf. –Af því að ég vil ekki bera út póst í þessum fáránlegu stuttbuxum?