Ástarsögur

Okkar á milli
Okkar á milli

Okkar á milli

Published Apríl 2023
Vörunúmer 447
Höfundur Judy Duarte
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Vaktin hennar Callie Jamison á kaffihúsinu Lævirkjanum hafði verið svo annasöm að hún hafði varla náð að kasta
mæðinni, hvað þá kanna hvort hún hefði fengið einhver símaskilaboð. Það var ekki fyrr en klukkustund áður en
vaktinni átti að ljúka sem hún tók sér stutt hlé og skaust út um aðaldyrnar.
Hún settist á bekkinn vinstra megin við dyrnar. Hann var gerður úr smíðajárni og eik og stóð undir hvítu og
bláröndóttu skyggni. Síðan tók hún upp farsímann sinn, gamlan samlokusíma sem var hundleiðinlegur þegar senda
þurfti textaboð. En hún gat ekki kvartað. Hún hafði misst snjallsímann sinn ofan í fullan vask af sápuvatni og óhreinu
leirtaui í mars og ekki viljað taka fé út af sparireikningnum sínum til að kaupa nýjan.
Hún opnaði símann og gáði. Nokkur skilaboð höfðu borist síðan hún fór í vinnuna. Þau nýjustu voru frá lækn 
inum hennar.
Hún átti tíma hjá Patel klukkan 9 morguninn eftir. Einmitt. Hún hefði hvort eð er ekki gleymt því. Hún
hafði hitt hjúkrunarfræðinginn fyrir nokkrum vikum, en þetta yrði fyrsta heimsókn hennar til læknisins síðan hún
fluttist til Montana og hún hafði þegar beðið um frí þennan dag. Hún eyddi því skilaboðunum og las þau næstu.
Þau hljóðuðu svo: Ekki gleyma að sækja Skálk til hundasnyrtanna. Þeir loka klukkan 16:30.
Þó að Callie hefði verið svolítið úti á þekju upp á síðkastið hafði Alana, vinkona hennar, ekki þurft að minna hana á

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is