Ástarsögur

Barist fyrir ástinni
Barist fyrir ástinni

Barist fyrir ástinni

Published Maí 2015
Vörunúmer 352
Höfundur Tracy Madison
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Þetta eru mistök.
Olivia Markham-Foster vissi það strax og hún gekk inn á
dauflýstan ítalskan veitingastað. Hún hafði komið snemma til
að skoða umhverfið og þjónninn hafði leitt hana að borði í
horn inu þar sem gott næði var. Hún var þakklát fyrir næðið en
rómantískt andrúmsloftið passaði ekki. Ást og tæling liðu um
loftið, drupu af tónum kvöldverðartónlistarinnar og fengu magann á henni til að herpast saman.
Ó, já. Þetta voru mistök.
Hún fékk gæsahúð og skalf öll. Hún fékk sér sopa af rauðvíninu áður en hún setti hendurnar í kjöltuna. Þetta kvöld snerist ekki um rómantík eða tælingu, en Grady... Jæja, hún bjóst
við að hann gengi inn, sæi hana sitjandi þarna og drægi ranga
ályktun.
Maðurinn hennar var harður náungi en þó afar rómantískur,
með blítt hjarta sem trúði á hamingju til æviloka af sama ákafa
og hann trúði á hafnabolta. Við það bættist að þegar Grady vildi
eitthvað, fékk hann það yfirleitt og þetta kvöld hlaut að verða
erfitt. Hann yrði ekki ánægður með það sem hún ætlaði að segja.
En Olivia hafði tekið ákvörðun og ætlaði að fylgja áætlun
sinni... jafnvel þótt það væri bjánalegt að fá hann inn á svona
fallegan veitingastað í kvöldmat. Staðsetningin var Samönthu
að kenna en nú var of seint að breyta því. Líf Gradys valt einnig
á þessu. Að halda svona áfram, föst á öndverðum meiði, særði

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is