Flýtilyklar
Ástarsögur
Barn hermannsins
Lýsing
Barnaraddir, skærar og glaðlegar, heyrðust í síðdegissólinni.
Nokkrum húsum frá malaði sláttuvél. Golan kom með ilm af
grillkolum og hamborgurum. Bílar óku hjá, það skrjáfaði í laufblöðum og fuglar sungu. Gatan var lifandi, full af venjulegum
hljóðum og lykt vorsins.
Það venjulega var athvarf sem flestir hugsuðu ekkert út í,
hugsaði Seth Foster höfuðsmaður. Flestir almennir borgarar.
Hann hafði hins vegar kvatt það venjulega á meðan hann var í
Afganistan.
Hann hafði komið aftur til Bandaríkjanna tæpri viku fyrr og í
dag hafði Seth keyrt að heimili foreldra sinna í Portland, Oregon,
þar sem hann ætlaði að vera í leyfinu sínu. Fjögurra vikna hvíld
var framundan. Hann ætlaði að gera venjulega hluti alla dagana.
Hluti eins og að borða heimalagaðan mat með fjölskyldunni,
kýta við eldri bræður sína tvo, tengjast foreldrunum á ný og sitja
á verönd hússins sem hann hafði alist upp í og drekka bjór með
bræðrum sínum. Eins og hann gerði núna.
Seth hafði hlakkað til þessarar stundar, þegar lífið... um
tíma... yrði eðlilegt aftur.
Auðvitað hafði hann ekki búist við að bjáninn bróðir hans
hefði átt sér leyndarmál mánuðum saman. Eða að Jace veldi
þessa stund til að segja frá því, og að það eyðilegði allar áætlanir
Seths fyrir venjulega heimsókn.
Seth fékk sér stóran sopa af bjórnum og leit á Jace, bróðurinn
í miðið. Eldri bróðir þeirra, Grady, virtist jafn hissa á orðum
Jace en hafði ákveðið að þegja. Hann hafði þó ekki farið burt og
látið hina bræðurna útkljá málin. Nei, hann beið og fylgdist með