Ástarsögur

Blekkingarleikur
Blekkingarleikur

Blekkingarleikur

Published Desember 2023
Vörunúmer 455
Höfundur Elizabeth Bevarly
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Ekki aftur.
–Hvað er þetta búið að gerast oft?
–Í þessari viku? Að minnsta kosti tíu sinnum.
–Nei oftar.
–Og í hvert skiptið sem þetta gerist þá er eins og hann ætli að kasta upp.
Fimmtán ára Max Travers heyrði varla hvað vinir hans voru að tala um. Hann var of upptekinn af þessari fögru
sýn hinu megin við sundlaugina. Marcy Hanlon. Fallegasta, tignarlegasta og frábærasta... Hann andvarpaði. Svo
gáfuð, góð, yndisleg.. Hann andvarpaði aftur. Bara... besta manneskjan á jörðinni. Í bleiku bikiní. Hún var að bera
sólarvörn á hvítar axlirnar á meðan hún talaði við bestu vinkonur sínar úr Endicott sveitaklúbbnum þennan bjarta
septemberdag.
Frábært. Hún var algjörlega frábær. Hún ljómaði jafnvel.
Max hafði lesið þetta orð í bók um daginn. Eftir að hafa flett því upp þá fannst honum þetta fullkomið orð til þess
að lýsa Marcy. Vegna þess að hún lýsti upp tilveru hans í hvert skiptið sem hann var í kringum hana og líf hans var
litlaust þegar hann var ekki nálægt henni.
Sem var oftast. Fyrir utan að sjá hana einstaka sinnum við sundlaugina þá sá hann hana aldrei nema þá bara í
skólanum, og þau voru bara í tveim tímum saman þessa önnina, og annan hvern laugardag þegar hann fór með
yfirmanni sínum til þess að sjá um garðinn þeirra á meðan herra Bartok fór yfir runnana. En nú var hann að fara
að hætta í þessari vinnu og hann myndi ekki sjá hana á

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is