Flýtilyklar
Ástarsögur
Bróðurdóttirin
Lýsing
Kallaðu mig Caroline, sagði hún, krosslagði granna fæturna og spennti greipar á hnénu.
–Gott og vel, Caroline. Klukkan hvað sagðirðu að uppboðið ætti að fara fram?
–Við ætlum að hafa dagskrá allan daginn í almenningsgarðinum. En þú þyrftir bara að vera þar frá tvö til fjögur,
svona á að giska.
–Frá tvö til fjögur, endurtók hann, þóttist verða hugsi og lét sem hann langaði mjög til að geta orðið henni að liði. Hann
langaði svo sem til þess, en bara ekki á þessu sviði.
Caroline brosti sínu breiðasta og horfði á hann gegnum kisugleraugun sín. –Jæja. Við getum þá bókað þig sem einn af
piparsveinunum okkar. Mikið er ég glöð.
–Heyrðu, hinkraðu nú aðeins, góða, ég þarf að athuga málið.
Hann skrunaði niður skjáinn með músinni og þóttist vera niðursokkinn í það sem hann sá.
–Því miður er ég upptekinn milli klukkan tvö og fjögur.
Það var haugalygi og Seth var illa við að segja ósatt. En til að komast hjá því að standa uppi á sviði eins og verðlaunanaut var hann tilbúinn að grípa til örþrifaráða.
–Ég kem þessu ekki við, því miður.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók