Flýtilyklar
Ástarsögur
Draumahjónaband
Lýsing
Líklega.
Á gömlu borði skammt frá kom James auga á veskið sitt, símann og lyklana.
Hvernig í fjandanum hafði þetta gerst?
Hann mundi eftir því að hafa staðið á pallinum á næstum fullbyggða húsinu sínu fimmtán kílómetra fyrir utan heimabæ sinn, Justice Creek í Coloradó. Það var svalur og bjartur marsdagur. Hann hafði verið að glápa á stóra, veðraða hesthúsið á Rauðhóli og vonað að Addie riði brátt framhjá á einum af hestunum sem hún hýsti og tamdi.
Gamli, brjálaði skarfurinn hlaut að hafa komið aftan að honum.
–Herra Kenwright? sagði James varfærnislega.
Levi beindi byssunni enn að James, en röddin var vingjarnleg. –Það er engin þörf fyrir formlegheit, sonur sæll, enda verðum við bráðum tengdir fjölskylduböndum. Ég vil að þú kallir mig Levi.
Ha? Fjölskylduböndum? James var svo illt í höfðinu að hann treysti sér ekki til að reyna að átta sig á því hvað maðurinn var að fara.
–Gott og vel, Levi skal það vera.
–Skínandi, sagði sá gamli og rak upp gleðiskræk.
Skínandi? Það væri skínandi ef Levi legði frá sér byssuna og losaði hann úr fjötrunum. En James þagði bara til að ergja ekki kvalara sinn. Þá væri Levi vís til þess að hleypa af. Það væri bæði gott og slæmt. Kosturinn væri sá að James myndi losna við höfuðverkinn. Gallinn yrði hins vegar sá að hann yrði höfuðlaus
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók