Flýtilyklar
Ástarsögur
Dýrasta djásnið
Lýsing
–Kæru ástvinir. Við erum saman komin hér í dag til þess að leggja Alönu Gold Collins til hinstu hvílu.
Athöfnin hafði verið heimskuleg hugmynd.
Flint Collins spennti greipar á kviðnum á sér og starði niður eftir svörtu buxunum á gljáandi fínu, svörtu skóna sína. Alana Gold. En háfleygt nafn. Næstum eins og á kvikmyndastjörnu.
Alana Gold. Fátt í lífi móður hans hafði minnt á gull. Nema hárið, kannski, þegar hún var ung og sæt. Áður en lífsins ólgusjór, eiturlyfin og fangelsin höfðu hneppt hana í þrældóm.
–Himnafaðirinn segir okkur að allt muni breytast þegar klukkan glymur.
Vel gat hugsast að himnafaðirinn hefði sagt það. Biblían gerði það að minnsta kosti, að sögn sálnahirðisins sem hafði verið fenginn til að jarðsyngja móður hans. Kæru ástvinir, hafði hann sagt. Það var Flint.
Hann var ástvinurinn. Sá eini.
Hann hafði aldrei átt neinn annan að. Hann vissi ekki einu sinni hver faðir hans var.
Hann heyrði fótatak fyrir aftan sig og stífnaði upp. Hann hafði beðið hana um að koma. Félagsráðgjafann. Til að láta skiptin fara fram.
Kæru ástvinir. Á sinn hátt hafði Alana unnað Flint heitt. Hún hafði án efa líka elskað „arfleifðina“ sem hún hafði skilið eftir handa honum. Þá sem hann hafði ekki vitað um og hafði ekki séð enn. Þá sem var fyrir aftan hann núna.
–Látið huggast, sagði presturinn. Flint leit á samúðarfulla, roskna manninn og gat fyrir sitt litla líf ekki munað hvað hann hét.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók