Flýtilyklar
Ástarsögur
Hjartað ræður
Lýsing
Hann var frábær við telpurnar. Á því hafði Ava ekki átt von. Þau höfðu þekkst síðan í miðskóla og hann var mikið kvennagull. Hins vegar hafði hann aldrei fest ráð sitt og Ava því talið víst að börn vektu ekki áhuga hans.
En einhvern veginn hafði hann látið tilleiðast að aðstoða ljósálfana við jólaverkefnið. Á undanförnum sex vikum hafði
hann haft umsjón með stúlkunum meðan þær settu saman fimm dúkkuhús, máluðu þau og innréttuðu. Húsin yrðu gefin fimm góðgerðarsamtökum í bænum. Darius hafði að mestu unnið verkið en honum hafði tekist að fá telpurnar til að aðstoða sig á mjög uppbyggilegan hátt.
Jamm og já. Darius var kynþokkafullur og heillandi og hann náði vel til barna. Sylvie dáði hann. Það með kunni Ava
enn betur við hann en ella og daðrið í honum, hvort sem það var með orðum eða augnaráði, hafði meiri áhrif á hana.
Lengi hafði hún talið að henni fyndist hann ekki jafn freistandi og í miðskólanum forðum. Nú óttaðist hún að hún væri
að verða pínulítið skotin í honum í annað sinn. Hún var meira að segja stundum með óra um hann.
Eða jafnvel bálskotin.
Og hvað með það? Hún þurfti á órunum sínum að halda.
Hún hafði ekki úr öðru að moða þegar um rómantík, ástríður og kynlíf var að ræða.
Nei, hún vorkenndi sér ekkert þó að hún væri karlmannslaus. Övu langaði ekki vitund í annað samband. Hún hafði
elskað Craig Malloy og misst hann. Það eina sem hún átti eftir voru minningarnar, samanbrotni fáninn og orðurnar. Sex
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók