Flýtilyklar
Ástarsögur
Hjúskaparmiðlarinn
Lýsing
Himinninn var heiður þennan fagra sumardag í bænum Starlight í Washington-ríki. Ella Samuelson var í skapi til að berja eitthvað. Hún var fegin að vilja fá útrás fyrir reiði sína á einhverjum vesalings, grunlausum, dauðum hlut en ekki lifandi mannveru. Var það ekki merki um þroska og sjálfsstjórn? Verst að hún skyldi ekki geta hamið tilfinningarnar jafn hratt og hún gat stjórnað hvötum sínum. Hún stóð yst í mannþrönginni á helgarhátíðinni til heiðurs móður hennar sálugu og stuðningi hennar við listalífið í snotra bænum við rætur Cascade-fjalla. Ella ætti að vera ánægð. Hún ætti að minnsta kosti að vera sátt og finna fyrir stolti. Hún var nýbúin að tilkynna hvaða listamenn hlytu styrkina sem banki fjölskyldunnar veitti. Faðir hennar hóf að styðja hið skapandi samfélag í Starlight, einkum sumarlistahátíðina, fljótlega eftir að kona hans lést. Með því vildi hann heiðra minningu hennar. Það var göfugmannlegt af honum, en göfgi hafði ekki skipt Ellu máli þegar hún var unglingur. Hún hafði misst hina blíðu og þolinmóðu mömmu sína í hræðilegu bílslysi. Ella og Finn, stóri bróðir hennar, höfðu verið í bílnum líka og ekki getað á heilum sér tekið. Jack, faðir þeirra, var yfirkominn af sorg og árum saman var hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók