Ástarsögur

Hugarró
Hugarró

Hugarró

Published Janúar 2021
Vörunúmer 420
Höfundur Tara Taylor Quinn
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Hlustaðu á skilaboðin þín. Christine frá Foreldragáttinni hringdi. Þú þarft að hringja í lækni sem heitir Craig Harmon.
Ég skildi eftir boð í talhólfinu þínu um það. Og hér er númerið hjá lækninum svo að þú þurfir ekki að skrifa það niður.
Símanúmer batt enda á textaboðin frá litlu systur hennar.
Amelia sat í gluggasætinu í flugvél sem var fullsetin. Fólkið beið eftir því að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og tollgæslu.
Flugferðin hafði tekið átta tíma og Amelia var mjög þreytt.
Hún lagði lófann á kviðinn á sér, sem var að mestu flatur enn, og stakk lófanum svo undir þrönga, hvíta bómullarbolinn
og svörtu gammosíurnar. Hún minnti sig á að halda ró sinni.
Streita gat haft neikvæð áhrif á barnið.
Það sama gilti um allt fólkið sem gaf sér góðan tíma til að rýma flugvélina. Það olli henni nefnilega streitu.
Hún hlustaði á skilaboðin frá systur sinni.
Í hálfa mínútu heyrði hún fátt annað en skruðninga. Annað hvort hafði Angeline verið á sérlega hávaðasömum og fjölmennum stað þegar hún las skilaboðin inn, eða tæknin hafði brugðist.
Amelia heyrði að minnsta kosti ekki nokkurn skapaðan hlut.
Fjandinn.
Af hverju þurfti hún að hringja í lækni? Vonandi amaði ekkert að barninu. Amelia var komin rúmlega fjórtán vikur á leið
og hafði því komist klakklaust í gegnum fyrstu þrjá mánuðina, sem oft skiptu sköpum varðandi framhald meðgöngunnar.
Þegar hún stóð upp rak hún höfuðið upp undir stokkinn í flugvélinni. Hún skyggndist fram eftir ganginum og reyndi að
meta hversu lengi enn hún þyrfti að bíða.
Að minnsta kosti tíu sætaraðir biðu. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is