Ástarsögur

Jólaóskin
Jólaóskin

Jólaóskin

Published Ágúst 2015
Vörunúmer -
Höfundur Tracy Madison
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Jólin voru að leggja allt undir sig í Steamboat Springs,
Colorado. Kransar með rauðum slaufum héngu á hurðum og
gluggum, ljósastaurar og búðargluggar voru prýddir marglitum
ljósum, jólalög ómuðu alls staðar. Hvert sem Cole Foster leit,
sá hann fólk ljóma af gleði.
Nokkrir ferðamannanna gengu hratt, annað hvort af því að
þeir voru vanir hraða stórborga eða ákveðnir í að ná áfangastað
sínum eftir að hafa notað daginn í innkaup eða að renna sér á
skíðum. Eða bæði. Flestir röltu þó rólega um, nutu þess að sjá
bæinn í sínu fínasta jólapússi.
Heimamenn voru flestir mitt á milli, voru hvorki á þönum
né að hangsa, þó greinilega annað hvort á leið í vinnu eða heim
til sín. Alla jafna væri hann einn þeirra, sérstaklega eftir langan
dag í íþróttavörubúðinni sem fjölskyldan hans átti. Í dag ætlaði
hann hins vegar ekki heim.
Hann stansaði og stakk höndunum í jakkavasana, andaði að
sér fersku, köldu desemberloftinu og gaf sér tíma til að ná áttum. Feit snjókorn liðu niður af himninum og bættu enn útlit
jólaþorpsins. Hann gat ekki annað en viðurkennt að þetta var
fallegt kvöld.
Byrðin hvarf hins vegar ekki af herðum hans. Kvíðinn
minnkaði ekki. Þetta árið var hann líkari Trölla en jólasveininum... og það var bara honum sjálfum að kenna.
Hann hafði beðið of lengi með að gera eitthvað í tilfinning

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is