Flýtilyklar
Ástarsögur
Jólin heima
Lýsing
Áttir þú ekki einu sinni hús í Blue Mountains?
–Ööö... jú.
–Jeminn, Jules, þú myndir ekki vilja vera þar núna. Allt svæðið virðist tilbúið að brenna.
Það voru tveir dagar til jóla. Ástralski fjármálabransinn lokaðist á milli jóla og nýársins en samningurinn sem Julie McDowell var að vinna að, var alþjóðlegur. Lagaatriðin voru mikilvæg.
En Blue Mountains... Eldur.
Hún losaði sig við samningabunkann og gekk að skrifborðinu hans Chris. Chris var þrjátíu og tveggja ára, eins og Julie, en vinnusiðferði kollega hennar var eins ólíkt hennar og hægt var. Chris vann frá níu til fimm og ekki mínútu lengur áður en hann fór heim til konu sinnar og barna í úthverfinu. Stundum skoðaði hann vefsíður á vinnutíma.
Mikið rétt, vafrinn var opinn í tölvunni hans núna. Hún kom aftan að honum og sá kort af eldum. Blue Mountains. Lína af rauðum stjörnum.
Hún leit beint á Mount Bundoon, smáþorp innan um stjörnurnar. Smáþorpið sem hún hafði eitt sinn búið í.
–Er það að brenna? spurði hún á innsoginu. Hún hafði verið svo önnum kafin að hún hafði ekki heyrt neinar fréttir tímunum saman. Eða dögum saman?
–Ekki enn. Chris þysjaði inn á nokkrar stjörnur. –Þetta eru viðvaranir, ekki skipanir um brottflutning. Það kom stormur í gærkvöldi, honum fylgdu eldingar en lítið regn. Gróðurinn er skrauf-