Flýtilyklar
Ástarsögur
Kominn heim
Lýsing
Kæra Emily.
Fyrirgefðu hvað ég er kumpánlegur. Við höfum aldrei hist, en samt finnst mér eins og ég þekki þig.
Þú munt fá formlega tilkynningu, en ég gat ekki látið hana nægja. Tekin hefur verið ákvörðun um að lýsa því yfir opinberlega að Winston sé látinn. Þar með færðu allt sem þér ber að fá eftir hans dag, en einhvern veginn grunar mig að það skipti þig litlu máli.
Ég var næsti yfirmaður Winstons og gæti talað lengi um það hversu mikill afbragðshermaður hann var. En í síðasta leiðangrinum okkar gengum við í gildru saman. Ég fór á undan og leiddi hann óafvitandi beint í dauðann. Hann bjargaði lífi mínu og við földum okkur saman í marga sólarhringa. Kannski er ég eigingjarn, en ég vil að þú vitir að þú ert sú sem hélt í okkur lífinu. Frásagnir hans af þér, ást hans á þér og fullvissa hans um að sú ást væri sönn.
Tvö ár eru liðin frá því að hann fór að sækja vatn handa okkur og kom aldrei aftur. Tvö ár eru liðin síðan vinveitt herlið
fann mig. Í tvö ár hef ég reynt að skilja af hverju ég er hér en hann ekki. Hann átti svo margt að lifa fyrir.
Vita skaltu að til æviloka verð ég til staðar fyrir þig, auðmjúkur þjónn, reiðubúinn að vernda þig eða gera hvað sem þú
biður mig um.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók