Flýtilyklar
Ástarsögur
Kúrekastelpan
Lýsing
Hafði hann verið rekinn? Í alvöru? Blake Darnell hallaði sér fram í leðurstólnum sínum við skrifborðið og las skjalið sem hann hafði fengið með síðdegispóstinum. Hann var svo niðursokkinn í það sem nýi lögfræðingur frænda hans hafði skrifað og sent til dómstólsins í Texas að hann hafði ekki heyrt að einhver var að ávarpa hann. –Heyrðirðu í mér? spurði skrifstofustjóri lögmannsstofunnar. Hann leit upp og sá hvar hin dugmikla, fullorðna kona stóð í gættinni. –Fyrirgefðu, Carol. Hvað varstu að segja? Hún krosslagði handleggina og forvitnin í svipnum breyttist í áhyggjur. –Ég spurði hvort þú vildir að ég gerði eitthvað fleira áður en ég færi heim. Þú varst óralangt í burtu í huganum. Er eitthvað að? Hún hafði greinilega staðið þarna alllengi og tekið eftir hrukkunum á enninu á honum og þungu brúnunum. Hann lagði sig yfirleitt fram um að vera heiðarlegur, en í þetta sinn ákvað hann að breyta út af venjunni. –Nei, allt er í besta lagi. –Annað sýnist mér. Í rauninni var allt í steik. Hvað hafði Sam frændi verið að hugsa þegar hann tók þessa ákvörðun? Blake var agndofa og reiður, en hann hafði líka svolítið samviskubit. Honum fannst alls ekki gott að þurfa að taka sökina að hluta á sig,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók