Flýtilyklar
Ástarsögur
Kúrekinn og kennarinn
Lýsing
–Endurreikna.
Casey Brand hafði verið í þungum þönkum en hrökk upp úr þeim þegar ferðaleiðsögutækið truflaði dagdraumana.
Hún tók fastar um stýrið á sendibílnum og leit á skjáinn.
–Endurreikna.
–Nei! hrópaði Casey á apparatið. –Þú átt ekki að endurreikna.
–Endurreikna.
Kortið á skjá leiðsögubúnaðarins var horfið og í staðinn birtist aðeins eitt orð. Leita. Hún hafði ekki komið á búgarð frændfólks síns frá því að hún var unglingur og treysti því ekki að hún fyndi hann hjálparlaust. Hún þurfti á leiðsögutæki að halda. Casey sló létt á skjáinn.
–Fari það og veri. Hún yrði að stansa.
Ferðin frá Chicago til Montana hafði verið þyrnum stráð.
Ferðalagið hafði meðal annars einkennst af svakalegu þrumuveðri, vegavinnu, vondum mat, hræðilegum tíðaverkjum og bíl sem var svo kraftlaus að hún dreif varla upp brekku. Þessa stundina var hún einmitt að silast upp eina
brekkuna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
–Svona nú, heimski bíll, þú getur þetta!
Þegar hún var komin hálfa leiðina upp blikkaði vélarljósið nokkrum sinnum og slokknaði svo.