Flýtilyklar
Ástarsögur
Leikur ástarinnar
Lýsing
Sumir dagar byrja illa og enda vel. Aðrir dagar byrja illa og
versna bara. Þrátt fyrir bestu tilraunir Melanie Prentiss til að bæta
daginn, virtist hann ætla að vera af seinni gerðinni.
Dagurinn hafði byrjað á því að hún kveikti í hárinu á sér. Jæja,
brenndi það. Hún hafði bara ætlað að hita augnskuggapensilinn
svo liturinn væri meðfærilegri. Hún hafði ætlað að vera með stór
og falleg augu, ekki að líta út fyrir að hafa naumlega sloppið úr
brennandi byggingu.
Melanie fitlaði við brennda hárið við hægra gagnaugað og andvarpaði. Á þeim tímapunkti hefði hún átt að taka mark á fyrirboðanum og tilkynna sig veika. En þar sem móðir hennar hafði kennt
henni að vera dugleg, hafði hún haldið áfram... og sullar stórum
macchiatoyfir kjöltuna á sér í bílnum, á leiðinni í vinnuna. Það
óhapp hafði næstum ollið aftanákeyrslu. Svo ekki sé minnst á þá
óþægilegu tilfinningu að fá rjúkandi heitan kaffidrykkinn á lærin.
En sneri hún bílnum við og hélt heim eins og allar skynsamar
manneskjur hefðu gert? Nei. Hún sá heldur betur eftir því þegar
hún gekk inn í skrifstofubygginguna, á hraðri ferð því hún var
þegar orðin of sein, og festi hælinn í gúmmímottunni í anddyrinu.
Hún hafði flogið fram fyrir sig eins og vængbrotinn fugl og lent
á kaffiblautum fötunum fyrir framan lyftuna. Skórinn hafði orðið
eftir í mottunni.
Og nú þetta.
Melanie gretti sig og horfði á skilaboðin sem yfirmaður
hennar hafði párað á miða og fest á tölvuskjáinn hennar. Melanie!