Ástarsögur

Lífsfylling
Lífsfylling

Lífsfylling

Published Mars 2021
Vörunúmer 422
Höfundur Tara Taylor Quinn
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Jæja, ætlum við sem sagt að gera þetta?
Ákveðið já barst frá öldunum. Doktor Jamison Howe var á morgunskokki á ströndinni. Strigaskórnir gáfu frá sér taktfastan slátt í þykkum sandinum. Sá vinstri nuddaðist í sífellu við litlutána.
Við sólarupprás sá hann Emily brosandi út að eyrum. Úr augum hennar skein hamingjan sem hún hafði aldrei týnt, jafnvel ekki eftir allar heilaaðgerðirnar sem hún hafði þurft að gangast undir í kjölfar reiðhjólaslyssins. Nokkrum sekúndum áður en hún fór í síðustu aðgerðina hafði hún lofað honum að þau myndu eignast barnið. Þau myndu stofna fjölskyldu. Hún hafði látið hann sverja að hann myndi ekki hugsa um annað meðan skurðlæknarnir væru að störfum.
Framtíðin. Barnið sem þau höfðu lagt svo hart að sér við að reyna að búa til. Hún hafði sagt að það myndi gerast. Hún hafði verið svo sannfærð að hann hafði trúað henni. Og klukkutímum saman hafði hann hugsað um barn sem ekki var til. Hugsað um það hvort barnið yrði stúlka eða drengur. Leikið sér að nöfnum.
Séð fyrir sér barnakerru og reiðhjólastól eða bakpoka fyrir lítil stýri.
Ferðir í Disneyland. Sundkennslu. Þau Emily þar sem þau stóðu og horfðu á barnið sitt sofa.
Þess vegna hafði hann ekki trúað læknunum þegar þeir

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is