Ástarsögur

Óvænt trúlofun
Óvænt trúlofun

Óvænt trúlofun

Published Mars 2015
Vörunúmer 350
Höfundur Michelle Major
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Julia Morgan kveikti á síðustu eldspýtunni, ákveðin í að eyðileggja bréfið sem hún hélt á. Hún var afar meðvituð um mistökin
sem hún hafði gert í lífinu en að sjá þau prentuð á bréf með fínum haus var meira en hún þoldi núna. Hún færði titrandi logann
að bréfinu en annar rakur vindgustur slökkti hann.
Fjöllin sem umkringdu heimabæ hennar, Brevia í NorðurKarólínu, voru alræmd fyrir rakann á seinni hluta vetrar. Jafnvel
þótt ekki hefði rignt í nokkra daga, hékk rakinn í köldu marsloftinu þetta síðdegi og kuldinn náði inn að beini.
Með gremjuandvarpi vöðlaði hún bréfið saman í litla kúlu. Á
mistakalistann mátti bæta við því að geta ekki eyðilagt eitt blaðsnifsi. Hún kraup niður á raka jörðina og henti notuðu eldspýtunni í rusladall, þar sem hinar voru.
Hún hunsaði sírenuvæl frá hraðbrautinni fyrir ofan sig. Nokkrum mínútum fyrr hafði hún keyrt út af veginum og klifrað niður
brekkuna, hafði þurft smástund til að bæla niður kvíðann sem
kraumaði innra með henni.
Í nokkrar sekúndur horfðu hún á greinar furutrjánna fyrir neðan
hrygginn sem hún var á og hjartslátturinn varð eðlilegur á ný.
Síðan hún hafði komið til heimabæjar síns fyrir tæpum
tveimur árum, hafði ást hennar á skóginum komið henni á
óvart. Hún hafði aldrei verið mikið fyrir náttúruna, sígaunatilveran hafði leitt hana frá einni borginni til þeirrar næstu. Það
var hennar fallega syni að þakka að Julia var nú í Brevia og
þéttur skógurinn sem umkringdi bæinn fyllti hana friði sem hún
hafði saknað árum saman, án þess að átta sig á því.
Að kveikja eld hafði ekki verið merkileg áætlun en það var
ekkert nýtt fyrir Juliu að gera hlutina óundirbúna. Hún dró and

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is