Ástarsögur

Ráðabrugg
Ráðabrugg

Ráðabrugg

Published Nóvember 2017
Vörunúmer 382
Höfundur Christy Jeffries
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Lögregluþjónninn Maria Carmen Delgado hafði stundum lent í mikilli skothríð þegar hún var í landgönguliði flotans og
gætti nokkurra afskekktustu herstöðva í heiminum. Síðar kvaddi hún landgönguliðið og gerðist lögregluþjónn. Þá vann
hún í erfiðustu gengjahverfum Las Vegas-borgar og átti oft langan og erfiðan vinnudag. En þeir Aiden og Caden Gregson, átta ára gamlir tvíburar frá Sugar Falls í Idaho voru erfiðasta verkefni sem hún hafði nokkurn tíma fengist við.
–Strákar, sagði hún um leið og hún opnaði dyrnar að lögreglubílnum. –Ég sagði ykkur að bíða í aftursætinu. Það var skilyrði fyrir því að þið fengjuð að fara með mér.
–Fyrirgefðu, Carmen lögregluþjónn, sagði Aiden en var alls ekkert iðrunarfullur á svipinn. –Cooper lögreglustjóri var
að kalla á þig í talstöðinni og við urðum að segja honum að þú værir tíu-sjö af því að þú hefðir þurft að spræna. Við vitum ekki hvað spræna heitir á löggudulmáli.
Carmen hafði boðið sig fram í verkefni á vegum barnaskólans í Sugar Falls sem miðaði að því að veita ráðgjöf eftir
skóla. Hún hafði talið víst að hún yrði eins konar stóra systir stúlku úr hópi þeirra sem minna mættu sín, en þess í stað
hafði verkefnisstjórinn látið hana fá eineggja tvíburadrengi sem voru bráðgreindir, en hinir mestu grallarar og einum of
hreinskilnir á köflum.
Yfirleitt var hún með Gregson-tvíburunum þegar hún var

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is