Ástarsögur

Skuldbinding
Skuldbinding

Skuldbinding

Published 1. október 2014
Vörunúmer 345
Höfundur Kate Hardy
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Ég geri ráð fyrir að þið vitið bæði af hverju þið eruð hérna,
sagði lögmaðurinn og leit fyrst á Emmy og svo á Dylan.
Að sjálfsögðu vissi Emmy það. Ally og Pete höfðu beðið
hana um að verða forráðamaður sonar þeirra, Tyler, ef það
óhugsanlega myndi gerast.
Ef. Hún kyngdi ákaft. Það var nákvæmlega ástæða þess að
hún var hér. Því að hið óhugsanlega hafði gerst. Og Emmy gat
varla trúað því enn að hún sæi ekki bestu vini sína aftur.
Hún leit upp. Í dag átti að ganga frá lagalegu hliðinni. Og
hvað Dylan Harper varðaði, eina manninn að hennar mati sem
gat litið út eins og viðskiptajöfur íklæddur gallabuxum og bol,
þá hlaut hann að vera hér vegna þess að hann var besti vinur
Pete og Pete og Ally höfðu beðið hann um að vera skiptaráðandi erfðaskrár þeirra. –Já, sagði hún.
–Já, bergmálaði Dylan.
–Gott. Lögmaðurinn pikkaði með pennanum á skrifblokk
sína. –Svo, fröken Jacobs, herra Harper, getið þið bæði staðfest
það að þið séuð tilbúin til að verða forráðamenn Tylers litla?
Emmy fraus eitt augnablik. Bæði? Hvað var maðurinn að tala
um? Það var ekki möguleiki að Ally og Pete hefðu beðið þau
bæði um að verða forráðamenn Tylers. Þetta hlutu að vera mistök.
Hún leit á Dylan, hann horfði beint á hana og hann var jafn
undrandi á svipinn og hún.
Eða kannski hafði þeim misheyrst. Misskilið eitthvað. –Eigum við bæði að vera forráðamenn Tylers? Spurði hún.
Í fyrsta sinn, sýndi lögmaðurinn einhvern annan svip en
alveg hlutlausan. –Vissir þú ekki að þau nefndu þig sem forráðamann Tylers í erfðaskrá sinni, fröken Jacobs?
Emmy blés frá sér. –Jú. Ally bað mig um það áður en hún

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is