Flýtilyklar
Ástarsögur
Sveitajól
Lýsing
London Davenport stansaði við útidyrnar á bústað Tylers Brand, fór úr kúrekastígvélunum og stakk þeim undir handlegginn. Engin ljós voru kveikt í stóra íbúðarhúsinu og ekki heldur í bústaðnum. Það var sumar og lífið á nautgripabúgarði Brand-fjölskyldunnar í Montana byrjaði yfirleitt fyrir sólarupprás. London virtist vera sú eina sem var nógu vitlaus til að vera að sniglast eftir miðnætti. Þetta er bilun. Það var henni efst í huga er hún tók um húninn og opnaði dyrnar gætilega. Á ganginum í stóra, opna rýminu í fábrotna bjálkakofanum hans Tylers logaði aðeins næturljós. Inn af ganginum voru nokkur lítil herbergi en svefnherbergi Tylers var hinum megin í kofanum. Þangað stefndi London, eins hljóðlega og henni var unnt. Systir Tylers var að fara að gifta sig og svaramaðurinn, Logan Wolf, lögregluþjónn frá San Diego, gisti í kofanum. Síst af öllu vildi hún láta hann koma að sér þar sem hún var að læðupokast inni í herbergi Tylers eins og lostafull unglingsstúlka. Þegar hún kom að herberginu stóð hún kyrr í myrkrinu um stund og velti því fyrir sér hvort hún ætti að taka í húninn eða ekki. Ef hurðin var læst gæti hún læðst
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.