Flýtilyklar
Ástarsögur
Töfrar jólanna
Lýsing
Brynn Hale leit á úrið sitt. Hún var orðin fimmtán mínútum of sein á hádegisverðarfundinn. Á símaskjánum stóð enn skýrum stöfum efst í vinstra horninu að ekkert samband væri þarna að hafa. Hún reyndi enn að snúa lyklinum í svissinum en án árangurs. Aðeins heyrðust nokkrir litlir smellir. Hún bölvaði lágt og fékk óðara samviskubit. Móðir hennar hafði snemma innrætt henni að blótsyrði væru ekki konum sæmandi. Brynn hafði reyndar valdið mömmu sinni vonbrigðum á mörgum sviðum, en yfirleitt gætti hún þó tungu sinnar. Nú hafði hún hins vegar fyllstu ástæðu til að bölva og ragna. Í fjarska heyrði hún hljóð í bílvél. Það var í fyrsta sinn sem hún varð vör við mannaferðir frá því að gamla Toyotan hennar neitaði að fara í gang á þessum fáfarna fjallvegi. Hún steig út úr bílnum, sem hún hafði lagt á öxlinni nálægt krappri beygju sem gekk undir nafninu Djöflavör og andaði að sér fersku og svölu fjallaloftinu. Staðurinn var bara um þrjátíu kílómetra frá bænum Starlight í Washingtonríki, en þar hafði Brynn átt heima frá fæðingu, sem sagt í tuttugu og átta ár. Það hafði aldrei verið ætlun hennar að setjast að í bænum. En fæst í lífi hennar hafði svo sem farið eins og hún hafði vonað eða gert ráð fyrir. Hún hafði gert það besta
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók