Ástarsögur

Varnarmúr
Varnarmúr

Varnarmúr

Published Febrúar 2019
Vörunúmer 397
Höfundur Rachel Lee
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Líkbílnum var bakkað upp fyrir útfararstofu Watkins við Asparstræti í Conardsýslu í Wyoming. Minni bíl var ekið á eftir honum. Þessu gamla, glæsilega húsi var vel við haldið, en húsin í kring voru hins vegar farin að láta dálítið á sjá.
Líkbíllinn var stöðvaður og um leið sté ökumaðurinn út úr litla bílnum. Hann var í bláum hermannabúningi og virti
teinréttur fyrir sér hvítu, tvöföldu hurðina og áletrunina á henni: Komur.
Það glampaði á orðurnar á brjósti þessa hávaxna manns og á einkennisbúningnum gat að líta heiðursmerki sérsveita
og fallhlífasveita. Af röndunum á upphandleggnum mátti ráða að þar fór liðþálfi og rendurnar neðar á erminni bentu
til þess að hann hefði gegnt herþjónustu í að minnsta kosti fimmtán ár.
Á brjóstinu bar hann nælu sem á stóð nafn hans: York.
Hann setti upp grænhúfuna sína og í sama bili sté ökumaður líkbílsins út og knúði dyra. York liðþjálfi var kominn heim með lík Als Baker, besta vinar síns, og ætlaði að sjá til þess að allt færi fram eftir settum reglum.
Útfararstjórinn beið komu þeirra. Gil York fylgdist með er kistunni með fánanum var rúllað inn. Henni var síðan
komið fyrir á viðhafnarbörnum í skoðunarherbergi. Kistan

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is