Flýtilyklar
Ástarsögur
Viðskiptafélaginn
Lýsing
Þetta byrjaði allt með kjánalegu tímaritsprófi þremur dögum fyrir þakkargjörð.
Paige Kellerman og besti vinur hennar og viðskiptafélagi, Carter Bravo, sátu á hinni fínu og flottu skrifstofu
borunarfyrirtækisins Leery í Denver. Þau biðu þess að hitta að máli Deacon Leery, forstjóra fyrirtækisins, sem hafði
þegar pantað fimm sérhannaða og breytta bíla frá fyrirtæki þeirra, Bravo-bílum.
Carter var að verða óþolinmóður. Hann varði yfirleitt vinnudeginum í gömlum gallabuxum og stuttermabol með
höfuðið undir vélarhlíf á bifreið. Hann hafði ekki gaman af fundum.
En Deacon var stór viðskiptavinur. Og Deacon vildi ólmur að Carter kæmi á þessa stórfenglegu skrifstofu til að
hlusta á hann blaðra um klassísku bílana sína stundarkorn áður en hann sneri sér að ökutækinu sem hann vildi að
Carter hannaði næst. Að mati Deacons þurfti Paige varla að vera á staðnum. En það var hún, sem sá um reksturinn,
og þess vegna var hún alltaf með í för.
Carter hafði farið úr sportjakkanum og fleygt honum á
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók