A Badlands Cop

Blóraböggull
Blóraböggull

Blóraböggull

Published Nóvember 2021
Vörunúmer 391
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Felicity Harrison hafði fljótlega áttað sig á tvennu eftir að hún fluttist til Duke og Evu Knicht einungis fjögurra ára gömul, handleggsbrotin og með stórt glóðarauga eftir síðustu umferð misþyrminga blóðföður síns. Í fyrsta lagi að hún elskaði hreint og beint útiveru. Hún gæti gengið um óbyggðirnar dögum saman ef því var að skipta og svæfi gjarnan undir stjörnubjörtum himni á hverri nóttu. Síðara atriðið hafði tekið hana svolítið lengri tíma að átta sig á en það hafði hún ekki gert fyrr en snemma á unglingsárunum... að hún var bálskotin í Brady Wyatt. Hann hafði hinsvegar aldrei sýnt henni minnsta áhuga umfram fóstursystur hennar en þrátt fyrir að vera að nálgast þrítugt hafði Felicity enn ekki gefið upp alla von um að Brady tæki einhvern tíma eftir henni. Hún var sannfærð um að enn væri von og þá ekki síst vegna þess að hún hafði gert stórar breytingar í lífi sínu síðustu árin. Mikil feimni og stam hrjáði hana þó enn og þá yfirleitt á allra verstu augnablikum. Hvorttveggja hafði gert það að verkum að bæði menntaskólaárin og háskólaárin höfðu verið henni hræðilega erfið. Kúvending hafði þó orðið á því þegar hún fann í framhaldinu sinn sess sem landvörður með allri þeirri útiveru sem því starfi fylgdi... þrátt fyrir að hennar nánustu hefðu í fyrstu hlegið sig máttlaus af þessum brennandi áhuga hennar á náttúrunni.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is