A Badlands Cop

Fjölskylduerjur
Fjölskylduerjur

Fjölskylduerjur

Published Október 2021
Vörunúmer 390
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Jafnvel þótt hann væri yngstur af sex ráðríkum bræðrum hafði Cody aldrei verið neitt sérstaklega góður í því að láta segja sér fyrir verkum. Hann sætti sig við ráðríki ömmu sinnar, enda hafði hún bjargað honum og bræðrum hans og alið þá upp. Engum datt í hug að andmæla Pauline ömmu. Bræðrunum sex kom misvel saman. Sá elsti, Jamison, hafði bjargað þeim öllum úr klóm föður þeirra og mótorhjólagengis hans og komið þeim fyrir með leynd hjá móðurömmu þeirra. Móðir þeirra var löngu látin. Jamison hafði reynt að ala Cody upp sem sinn eigin son og það hafði pirrað Cody. Hann leit upp til elsta bróður síns en það voru svo mörg ár í milli þeirra að hann hafði aldrei haft mikinn skilning á ábyrgð Jamisons, allra síst fyrstu árin. Brady og Gage voru tvíburar. Þeir voru svo mjög samrýmdir að þeir næstum töluðu sitt eigið tungumál. Cody var mjög hlýtt til þeirra beggja. Tucker var næstur Cody í aldri. Hann dáði Jamison enda var hann prýddur sömu góðu eiginleikum og stóri bróðir hans. En bæði Dev og Cody áttu sér dekkri hliðar og voru einir bræðranna um það. Erfitt skaplyndi Devs hafði næstum orðið honum að bana fyrir nokkrum árum og þar með hafði Cody ákveðið að gera sitt til þess að hafa hemil á erfiðu skaplyndi sínu og beina því í réttan farveg. En það var ekki auðvelt fyrir hann þessa dagana. Nú var hann aftur kominn á búgarðinn eftir síðasta leiðangur með Norðurstjörnu. Þessi aðgerð átti að fara leynt en ýmislegt hafði engu að síður lekið út um aðkomu hans að henni. Hann saknaði Norðurstjörnu og þess trúnaðar sem ríkti þar á

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is