Alison Roberts

Stolin nótt
Stolin nótt

Stolin nótt

Published September 2020
Vörunúmer 390
Höfundur Alison Roberts
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Vælandi bremsuhljóð. Skellur þegar höfuðið á Abigail Phillips small á hnakkapúðanum og bíllinn kipptist til
þegar drapst á vélinni. Óttinn við að eitthvað verra myndi gerast fékk Abby til að klemma augun aftur í nokkrar sekúndur og grípa um stýrið eins og líf hennar lægi við.
Myndi bíllinn hennar verða fyrir öðru höggi og kastast inn í umferðina eða á næsta ljósastaur?
En það var bara þögn núna og bíllinn hennar var jafn stöðugur og hann hafði verið fyrir ákeyrsluna, þegar Abby
hafði verið fyrst til að stöðva við rautt ljós. Hún gerði sér grein fyrir að það hafði bara verið keyrt aftan á hana og
það var sjálfsagt ekkert stórmál. Hún myndi gjarnan vilja stökkva út og kanna skemmdirnar á bílnum en það var ekki
að fara að gerast. Það sem hún gerði var að draga andann djúpt nokkrum sinnum og reyna að ná stjórn á því hvernig
hjartað í henni barðist upp við rifbeinin. En í stað þess að hægja á sér missti það úr slag þegar einhver barði á gluggann og gerði henni aftur bylt við.
Augu hennar galopnuðust. Það var andlit á glugganum hennar núna. Mjög áhyggjufullt andlit.
–Guð minn góður... heyrði hún hann segja. –Mér þykir þetta svo leitt. Ertu meidd?
Hann reyndi að opna en dyrnar voru læstar. Abby var 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is