Rhiann Kvíði safnaðist fyrir djúpt í maga Rhiann þegar dyrnar að skoðunarstofunni opnuðust með hægu og ógnvekjandi ískri. Breiðar herðar í hvítum sloppi fylltu upp í dyrnar og augu hennar reikuðu yfir kunnuglegt vaxtarlag læknisins og áttuðu sig á fíngerðum breytingum sem tíminn hafði valdið. Fyrir þremur árum síðan hafði andlit hans ekki verið rist þessum djúpu línum. Það voru fleiri silfurgrá hár í vöngum hans en hana minnti, en hann var jafn grannur og myndarlegur og nokkru sinni. Doktor Patrick Scott steig inn, augu hans horfðu niður á skjáinn á silfurlitri fartölvu í höndum hans. Hreyfingar hans báru með sér kryddaðan ilm af rakspíranum hans inn í lítið herbergið, þægileg anganin breyddi yfir sótthreinsilyktina og snertu við hluta af henni sem höfðu legið í dvala frá skilnaðinum. En ofan á karlmannlegan ilminn sem hann bar með sér fylgdi honum einnig depurð sem gaf harmleik til kynna. –Halló, frú... Masters... hm... Djúp og hás rödd hans dó út og himinblá augu hans litu upp og mættu hennar þegar hann þekkti nafnið. Örlítið gervibrosið sem hann hafði á vörunum þegar hann opnaði dyrnar dofnaði hratt. Miðað við kuldann sem lagðist yfir andlit hans hafði fjandskapurinn sem hann bar til hennar ekki minnkað frá því hún sá hann síðast. Dyrnar að skoðunarherberginu lokuðust með smelli að baki honum og það skrölti örlítið í fartölvunni þegar hann lagði hana harkalega frá sér á borðið. –Hvað ert þú að gera hérna? Kuldinn sem ekki rödd hans eðlislægur sendi hroll niður eftir bakinu á henni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók