Flýtilyklar
Brauðmolar
Andlit illskunnar
-
Undir kyrru yfirborði
–Hvað get ég gert fyrir ykkur, nefndu það bara. Jess lagði frá sér kaffið. –Rétt áðan var Amber, yngri systir Barb, kölluð
inn til yfirheyrslu vegna morðmáls.
Jess hnykklaði brýrnar. –Ég var ekki búin að frétta af því.
Var framið morð í gær? Fyrir aðeins fáum mánuðum hefði Jess verið búin að fá allar upplýsingar um svona mál, jafnvel
áður en nokkur var handtekinn. En ekki lengur. Dan passaði sig á því að tala ekki um vinnuna eftir að þau voru komin heim. Ef mikið lá við gat hún þó fengið hann til að hjálpa sér með ákveðnar upplýsingar. Það var stóri kosturinn við að vera
gift lögreglustjóranum. Hún fann hlýjuna sem kom yfir hana við að hugsa til eiginmannsins. Hann var virkilega góður maður.
–Dan sagði mér eins og mikið og hann gat. Hann fullyrti að þetta væri bara formsatriði en ég hef samt áhyggjur. Ég sagði
honum að ég myndi tala við þig. Gína andvarpaði. –Ég held ekki að hann hafi verið ánægður með það. Mér sýndist hann
áfjáður í halda morðmálum og slíkum hroða frá móður barna sinna.
Fyrir tveimur árum hefði Jess orðið afbrýðisöm yfir því að Gína hefði talað við Dan. Þau höfðu einu sinni verið par, alltaf að hætta og byrja saman aftur. Núna leit hún á Gínu sem vinkonu sína. –Ekki hafa áhyggjur af Dan. Jess hristi hausinn.
–Ég hef margoft sagt það við hann að þótt ég sé ekki lögga lengur þá muni ég ekki hætta að rannsaka morðmál.
–Ef hann réði ferðinni, þá myndi hann örugglega vilja að þú hættir að vinna, sagði Gína stríðnislega. –Við vitum báðar
að hann vill fyrir hvern mun að þú sért öruggEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Raddirnar
Birmingham, Alabama.
Mánudagur 19. september kl. 15.30
Jess Harris Burnett, fyrrum varðstjóri, lagfærði nafnskiltið á nýja gamla skrifborðinu í miðri litlu skrifstofunni. Hornskrifborð í sama stíl stóð við vegginn undir glugganum. Hún var með gott útsýni út á götu, eitthvað annað en félagi hennar sem var með útsýni yfir húsasundið bak við bygginguna. Hún hafði boðist til að kasta upp á útsýnið en hann hafði heimtað að hún
tæki það sem skárra var. Buddy Corlew, gamall vinur hennar sem nú var orðinn viðskiptafélagi, kaus skrifstofu með mögulegri útgönguleið bakatil. Hann hreykti sér af því að hafa unnið í nógu mörgum málum varðandi maka sem héldu framhjá til að kunna að meta að geta komist fljótt undan.
Jess andvarpaði og virti skrifstofuna fyrir sér. Hún leit alls ekki svo illa út núna þegar hún var búin að koma sér fyrir. Hún
hafði haft efasemdir um að skipta um starf en þær voru að mestu horfnar, líka sögusagnirnar í fjölmiðlum og meira að segja í deildinni. Fólk sem henni þótti vænt um skildi ástæður hennar fyrir að skipta um starf og studdi hana. Hún saknaði samt hópsins í stórglæpadeildinni og að sumu leyti starfsins á vettvangi en núna voru fjölskylda og vinir þau sem mestu máli skiptu.
Bestu vinkonur Jess, Lori Wells og Sylvia Baron, höfðu hjálpað henni að innrétta skrifstofurnar. Húsið var eitt af elstu húsunum í Birmingham og þær höfðu valið gamaldags stíl.
Jess færði stólana tvo framan við skrifborðið aðeins til og gekk frá til að virða þetta fyrir sér. –Alls ekki slæmt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.