Georgie McArthur fikraði sig varlega upp nánast lóðrétt bjargið. Dagurinn, sem hafði verið óvenju heitur miðað við venjulegt skoskt vorveður, var að kvöldi kominn og hitinn fór ört lækkandi. Þrátt fyrir kælandi goluna fann Georgie fyrir svitaperlum myndast á enni sínu sem láku niður kinnarnar á meðan hún neyddi sjálfa sig til að klífa hærra. Hún dró inn andann, gróf fingurna í bergið, fann sér örugga fótfestu og hífði sig nær takmarkinu.