Barb Han

Barnsrán í Texas
Barnsrán í Texas

Barnsrán í Texas

Published Nóvember 2022
Vörunúmer 353
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Renee Smith hrökk upp úr svefni þegar hún heyrði braka í gólfinu í næsta herbergi. Hún opnaði augun með erfiðismunum, settist upp og þreifaði fyrir sér í myrkrinu. Það tók hana nokkrar sekúndur að átta sig á því að hún væri í nýja húsinu sínu. Hún hafði sofnað yfir tölvunni þegar hún var að vinna fyrr um kvöldið og nú lá tölvan á hliðinni. Hún rétti tölvuna við og óskaði þess að það væri jafn auðvelt að rétta líf sitt við. Fyrsta nóttin á nýju heimili og nýju húsi hafði ekki beint farið eftir áætlun. Að taka upp úr kössum og sjá um sex mánaða gamla nýlega ættleidda dóttur hafði reynst erfiðara en hún bjóst við. Dagurinn hafði farið í að komast í gegnum matartíma, bleyjuskipti og reyna að lifa af sem nýlegt foreldri almennt. Renee vissi að þetta nýja hlutverk yrði mun erfiðara en hún bjóst við. En þetta hafði líka verið mest gefandi dagurinn í lífi hennar. Að því sögðu þá hlaut hún að vera geðveik að halda að hún gæti flutt sig um set eftir einungis mánuð sem foreldri. Hún ákvað að halda vinnunni sinni til þess að sýna fram á að hún gæti gefið stöðugt heimili en hún vann að heiman. Það hafði ekki komið til greina að halda áfram að búa í gömlu íbúðinni sem hún hafði deilt með Jamison í Dallas. Það var kominn tími til þess að halda áfram með lífið. Hún hafði pantað sér flutningsþjónustu og þeir voru enga stund að setja allt í kassa fyrir hana. Það var hins vegar að taka heila eilífð að taka aftur upp úr kössunum með sex

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is