Barb Han

Endatafl
Endatafl

Endatafl

Published Október 2015
Vörunúmer 10. tbl. 2015
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

hafði verið með bundið fyrir augun í margar klukkustundir að henni fannst en hafði samt glatað öllu
tíma skyni og verið leidd gegnum víti.
Gróðurinn varð sífellt þéttari eftir því sem hún
gekk lengra. Þyrnar stungust í fætur hennar. Sólin
hafði brennt hörundið. Ökklarnir voru þaktir maurabitum.
Maður sem þeir kölluðu Dueño hafði skipað
mönn unum að breyta útliti hennar. Þeir höfðu skorið
af henni hárið og hellt einhverju yfir það sem lyktaði
eins og bleikiefni. Hún bjóst við að þeir hefðu gert
þetta svo hún passaði ekki lengur við lýsinguna á
kon unni sem orlofsstaður hennar myndi tilkynna að
væri horfin. Ó guð, hún fékk í magann við að hugsa
um að hún væri horfin.
Hún hafði lesið um að bandarískum ferðamönnum
hefði verið rænt í fríum en kom svona lagað ekki
fyrir annað fólk? Ríkt fólk?
Ekki skráningarfulltrúa, sem átti enga fjölskyldu,
en hafði safnað og nurlað saman í þrjú ár til að komast í þessa ferð.
Mennirnir fyrir framan hana lengdu bilið á milli
sín og hún sá litlar tjaldbúðir framundan. Hún titraði
um leið og siggróin hönd lagðist á öxl hennar.
–Niður! Hann ýtti henni niður á fjóra fætur.
Dueño, leiðtogi þeirra, stóð yfir henni. Hann var
örlítið hærri en hinir og vel klæddur. Hann huldi andlitið svo hún hefði ekki getað bent á hann í sakbendingu þó að hún hefði viljað. –Viltu fara heim frk.
Baker?

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is