Barb Han

Erfðaskráin
Erfðaskráin

Erfðaskráin

Published Júní 2020
Vörunúmer 324
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Tjaldsvæðið leit út eins og þarna væri par á ferð í rómantískum hugleiðingum en Rory var of reyndur til að ganga að því sem gefnu.
Reyndum veiðiþjófum var trúandi til alls og þetta gæti verið sett upp svona til að fela útsendara sem var að kanna svæðið fyrir veiði­þjófa.
Rory horfði í kringum sig og sá lítinn ruslapoka bundinn við tré skammt frá tjaldsvæðinu.
Útivistarfólk með reynslu vissi að það þurfti að hengja ruslið upp langt frá tjaldsvæðinu til að eiga ekki á hættu að villidýr kæmu þangað í leit að auðfenginni máltíð en fæstir sem stunduðu útivist keyptu svona dýr tjöld eins og þetta.
Rory dró ferska loftið djúpt ofan í lungun.
Hann hafði verið að vinna á búgarði í Wyoming undanfarna 5 mánuði meðan hann reyndi að hætta að hugsa um konuna sem hann hafði yfirgefið. Tíminn átti að fá mann til að sjá hlutina frá öðrum sjónarhornum. Hann andvarpaði. Það þurfti greinilega meira en 5 mánuði til að hætta
að hugsa um Cadence Butler. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is