Flýtilyklar
Barb Han
Hættuleg vitneskja
Lýsing
Ég frétti að þú værir fluttur í bæinn en hélt að fólk væri að gantast.
Hann hafði verið næstum áratug í burtu og hún furðaði sig á því að hann skyldi hafa snúið aftur til Jakobsbæjar í Texas.
–Já, fyrirgefðu að ég skyldi ekki hafa samband.
Það var einkennilegt að hann skyldi segja þetta. Hafði hann ætlað að hitta hana einhvern tíma?
–Það er allt í lagi, sagði hún.
–Ég veit að það er langt síðan síðast en ég þarf að biðja þig um greiða.
Jæja, hann lét að minnsta kosti ekki sem hann væri bara að hringja til að heyra í henni hljóðið. Hvers vegna var hún vonsvikin yfir því? Að sumu leyti óskaði hún þess að hann hefði hringt til að gá hvernig hún hefði það eða hvort hún vildi fá sér kaffi með honum.
Það var hálfgert áfall að heyra frá honum eftir öll þessi ár.
–Hvað get ég gert fyrir þig? spurði hún.
Hún heyrði í einhverju eða einhverjum á bak við hann. Kannski var það bara sjónvarpið.
–Ég á ekki í önnur hús að venda með erindi mitt, sagði hann.
Forvitni hennar var vakin. Hann var alls ekki sjálfum sér líkur. En á hverju hafði hún svo sem átt von? Hann hafði verið óvirkur á samfélagsmiðlunum eftir að hann gekk í herinn og yfirgaf Jakobsbæ. Hún hafði ekki fylgst
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók