Flýtilyklar
Barb Han
Ískaldur morðingi
Lýsing
Holden hafði þekkt Ellu Butler strax þegar hann sá hana í gönguferðinni. Hún var dóttir
ríkasta mannsins í Cattle Barge, Texas, mannsins sem hafði hjálpað Holden þegar hann þurfti
á hjálp að halda og útvegað honum öruggan stað til að fela sig á.
Dóttir hans var til eintómra vandræða. Best væri fyrir hann að skilja hana eftir í kofanum með einhverjar matarbirgðir og fara áður en einhver áttaði sig á því að hann hefði verið hérna. Samt gat hann ekki fengið það af sér að yfirgefa hana meðan hún var svona veikburða.
Meira að segja hörkutól eins og hann gat það ekki.
Holden leiddi hjá sér pirrandi röddina í höfðinu sem reyndi að sannfæra hann um að hann gæti verið kyrr. Bakpokinn var tilbúinn og beið við dyrnar.
Hann hafði sagt við sjálfan sig að hann hefði bara fylgst með fallegu hrokkinhærðu konunni þegar hún gekk eftir Devil‘s Lid til að geta forðað sér ef þess þyrfti, ekki af því að fallegu, löngu fótleggirnir hennar nutu sín fullkomlega í ljósbleiku hlaupastuttbuxunum.
Hann hafði þurft að fylgjast með hvort hún tæki á sig krók að kofanum sem hann dvaldi í, sem var í útjaðrinum á landareign föður hennar, og kæmi þannig upp um felustað hans.
Griðastað hans.
Hún hafði litið snöggt til hliðar og svo misst fótanna, fallið niður rúmlega þrjá metra og oltið nokkra metra í viðbót áður en hún lenti harkalega á botninum á gilinu.
Þetta hafði ekki verið slys.
Holden hafði haft um tvennt að velja, að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók