Flýtilyklar
Barb Han
Kúreki til bjargar
Lýsing
–Við vitum það. Ef þú talar við lögregluna,
deyr hann, sagði annar maðurinn. –Við höfum
samband.
Noah öskraði á hana. Hún heyrði skelfinguna
í rödd hans. Vonleysið fyllti hana á meðan hún
barðist við gaddavírinn, horfði á mennina hverfa
inn í skóginn með frænda hennar. Nei. Almáttugur,
nei.
–Hann er veikur. Hann þarf lyf, kallaði hún.
Þeir hurfu án þess að líta um öxl.
Sársaukastingir þutu upp fótlegginn. Óttinn
greip hana. Trén voru allt um kring. Noah hafði
verið rænt og hún var föst. Hjálparlaus.
–Gerið það. Einhver.
Hófadynur heyrðist í fjarska. Hún greip andann á lofti og leit í kringum sig. Voru fleiri á
ferli?
Allt hafði gerst svo hratt. Hve lengi höfðu þeir
dregið hana? Hve langt inn í skóginn var hún
komin?
Allt sem minnti á graskersakur var horfið.
Engin opin svæði eða heybaggar. Ekkert appelsínugult. Engin lykt af dýrafeldi og yl. Það var
ekkert kunnuglegt í kringum hana núna.
Miðað við blóðið sem hún sá og sársaukann,
átti henni eftir að blæða út.
Nei. Hún mátti ekki deyja. Noah þarfnaðist
hennar.
Reiðin kraumaði innra með henni og henni
hitnaði allri. Katherine varð að bjarga honum.
Hann átti engan annan að. Líklega var hann
skelfingu lostinn, sem gæti leitt til astmakasts.
Án pústsins eða lyfsins, gæti