Flýtilyklar
Barb Han
LAUNSÁTUR
Lýsing
Bad Medicine“ með Bon Jovi ómaði í tólinu í vinstra eyranu á henni. Hún hafði ævinlega annað eyrað opið til að geta heyrt í hlaupurum, hjólreiðamönnum eða línuskautafólki.
Sífellt fleiri gangandi vegfarendur létu lífið vegna þess að þeir voru með heyrnartól í eyrunum eða að fikta í símunum sínum, ekki síst við gatnamót. En í þetta sinn var Leah að hlusta eftir morðvargi.
Hún dró ermarnar niður á úlnliðinn og reyndi að halda þeim á sínum stað.
Hún hélt stöðugum hraða en íhugaði eitt andartak að snúa við þegar hún kom að staðnum þar sem kona hafði verið dregin út af stígnum og myrt með hrottalegum hætti kvöldið áður. Lögregluborðar höfðu verið strengdir milli trjánna allt í kringum morðvettvanginn, sem var um það bil fimm metra frá stígnum.
Tólf bráðabirgðaljósker lýstu upp stíginn framundan.
Hrollur fór um hana. Henni fannst eins og einhver væri að fylgjast með ferðum hennar.
Hún kenndi kuldanum um og svæðinu. Engu að síður rann henni kalt vatn milli skinns og hörunds.
Framundan beindi götuljós bjarma sínum niður á jörðina og lýsti upp um það bil fimm metra radíus. Hún stóð fyrir utan skin þess og kastaði mæðinni. Síðan tók hún farsímann upp úr vasa sínum og skrúfaði niður í honum.
Það skrjáfaði í laufum fyrir framan
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók