Barb Han

Mannaveiðar
Mannaveiðar

Mannaveiðar

Published Ágúst 2016
Vörunúmer 8. tbl. 2016
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Rebecca Hughes bar höfuðið hátt og hafði augun hjá sér þar sem hún ýtti innkaupakerrunni áfram í hitanum í Norður Texas. Hún deplaði augunum og reyndi að hlífa augunum við sólskininu.
Sendiferðabíll stóð við hliðina á bílnum hennar á bílastæði matvöruverslunarinnar og það fékk hárin til að rísa aftan á hálsinum á henni. Rúðurnar voru skyggðar svo hún sá ekki bílstjórann eða nokkuð annað sem gæti leynst í bílnum. Viðvör unarbjöllur glumdu í huga hennar þegar hún nálgaðist bílinn sinn.
Það voru nákvæmlega fimmtán ár frá því að henni og yngri bróður hennar hafði verið rænt og dagsetningin gerði hana alltaf hvekkta. Þau höfðu verið lokuð inni í sitt hvorum skúrnum. Þegar tækifæri gafst, tókst Rebeccu að sleppa og taldi
sig geta sótt hjálp. Þess í stað villtist hún í skóginum og sá litla bróður sinn aldrei aftur.
Hún hélt kerrunni í miðri gönguleiðinni og gætti þess að enginn gæti komið sér á óvart. Axlirnar spenntust og minningarnar komu af krafti.
Þrjátíu og sex tíma kvalir áður en hún slapp, án bróður síns. Hryllingurinn og hvarf Shanes myndi ásækja hana allt hennar líf.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is